Dagur: Teljum okkur vera með miklu betra lið

Dagur sækir að körfu Keflavíkur í kvöld en til varnar …
Dagur sækir að körfu Keflavíkur í kvöld en til varnar er Michael Craion. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bakvörðurinn efnilegi, Dagur Kár Jónsson, skoraði 10 stig fyrir Stjörnuna, í 98:89-sigrinum á Keflavík í Ásgarði í kvöld. 

Faðir Dags, Jón Kr. Gíslason, er körfuboltagoðsögn úr Keflavík, en sonurinn tekur nú þátt í að gera Keflvíkingum lífið leitt því Stjarnan er 2:0 yfir í rimmunni í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar.

„Mér fannst baráttan vera miklu meiri hjá okkur. Við vorum miklu grimmari og útfærðum okkar aðgerðir mun betur. Við settum niður skotin og keyrðum leikkerfin vel. Við förum til Keflavíkur á föstudaginn og klárum dæmið. Við teljum að við séum með miklu betra lið en þeir og við höfum sýnt það í þessum tveimur leikjum. Við vitum að við erum góðir. Þótt við höfum lent í basli í vetur erum við núna búnir að endurheimta menn sem voru meiddir og okkar leikur er að smella saman á réttum tíma. Við einbeitum okkur að því að ná langt og gerum allt sem við getum til þess. Hugarfarið er gott hjá öllum í hópnum,“ sagði Dagur þegar mbl.is ræddi við hann í Ásgarði í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert