Sigurður í sigurleik

Sigurður Gunnar Þorsteinsson í baráttunni.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson í baráttunni. mbl.is/Eggert

Sigurður Gunnar Þorsteinsson og samherjar í Solna unnu Jämtland, 100:88, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Í annars jöfnum leik þá voru Sigurður og félagar sterkari í fyrsta og þriðja leikhluta og þá því forskoti sem nægði þeim til þess að vinna. 

Sigurður Gunnar lék í nærri 17 mínútur og skoraði átta stig. Einnig náði hann níu fráköstum og átti tvær stoðsendingar. 

Solna hefur sótt í sig veðrið eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í upphafi leiktíðar. Liðið er í sjöunda sæti með fimm sigra eftir 12 leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert