Sjötti sigur Toronto í röð

Kyle Lowry gerði 22 stig fyrir Toronto í nótt
Kyle Lowry gerði 22 stig fyrir Toronto í nótt AFP

Kanadísku liðin í NBA-deildinni í körfubolta hafa ekki notið mikillar velgengni frá því þau komu inn í deildina á sínum tíma. Toronto Raptors hefur hins vegar náð sér vel á strik í vetur og liðið vann í nótt sjötta leik sinn í röð. Toronto vann New York Knicks sem tapaði fimmta leik sínum í röð.

Toronto náði einnig sex leikja sigurhrinu í nóvember og hefur alls unnið 22 leiki af 28. 17 þessara leikja eru heimaleikir og hefur Toronto unnið 14 þeirra. Framundan er hins vegar erfið leikjatörn hjá liðinu á Vesturströndinni. Heimavöllur liðsins mun halda Heimsmeistaramót unglingalandsliða í þjóðaríþróttinni íshokkí og Toronto mun því ekki leika á heimavelli á ný fyrr en 8. janúar.

Lou Williams og Kyle Lowry skoruðu 22 stig hvor en helsti skorari Toronto DeMar DeRozan er meiddur í nára og hefur misst af síðustu leikjum. Carmelo Anthony skorar og skorar fyrir New York en það skilar fáum sigrum. Hann var með 28 stig í nótt.

Úrslit:

Toronto - New York 118:108
Cleveland - Memphis 105:91
Sacramento - LA Lakers 108:101
Brooklyn - Detroit 110:105
Miami - Boston 100:84
Orlando - Philadelphia 88:96
Washington - Phoenix 92:104
Minnesota - Indiana 96:100
Oklahoma - New Orleans 99:101

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert