Sparkaði í punginn á James (myndskeið)

James Harden hrósaði sigri að lokum en gæti farið í …
James Harden hrósaði sigri að lokum en gæti farið í leikbann. AFP

Tveir af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfuknattleik voru í sviðsljósinu í nótt þegar James Harden, leikmaður Houston Rockets, sparkaði í punginn á LeBron James, leikmanni Cleveland Cavaliers, í viðureign liðanna sem Houston vann eftir framlengingu, 105:103.

Atvikið átti sér stað eftir að James sótti hart að Harden, sem féll, en sparkaði um leið frá sér og hitti James á þennan viðkvæma stað, eins og sjá má vel á meðfylgjandi myndskeiði.

Harden fékk tæknivillu en fékk að ljúka leiknum. Reiknað er með að aganefnd deildarinnar skoði atvikið og taki ákvörðun um hvort Harden fari í leikbann. Fordæmi eru fyrir því að Dwyane Wade hafi verið úrskurðaður í eins leiks bann fyrir tveimur árum vegna samskonar atviks.

„Þetta er að sjálfsögðu enginn körfubolti. Að sjálfsögðu mun deildin væntanlega skoða þetta atvik. Ég hef enga hugmynd um hversvegna hann gerði þetta en við erum tveir baráttuhundar sem gefum allt í leikinn og hann vann í þetta sinn," sagði James við ESPN en hann og Harden voru stigahæstu menn liða sinna einu sinni sem oftar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert