„Gætu komið einhverjum hressilega á óvart“

Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og fyrrverandi framkvæmdastjóri KKÍ, er mættur til Berlínar og fylgdist með íslenska landsliðinu á æfingu í dag þegar mbl.is tók hann tali vegna EM sem hefst á laugardaginn. 

Um andstæðinga Íslands í riðlinum sagðist Friðrik telja flesta reikna með því að Ísland gæti átt mesta möguleika á móti Tyrkjum. Þar er körfubolti þó í hávegum hafður en Tyrkir hafa eitthvað verið að ströggla að undanförnu eins og Friðrik orðaði það. Hann sagði auk þess að bakvarðasveit Íslands jafnaðist á við bakvarðasveit Þjóðverja sem dæmi. 

Spurður um í hverju mestar framfarir landsliðsins á undanförnum árum liggja sagði Friðrik nokkra samverkandi þætti hafa haft mest áhrif. Meðal annars þá stefnubreytingu KKÍ að ráða aftur erlenda landsliðsþjálfara til að víkka sjóndeildarhringinn en ætti ættum við mun fleiri leikmenn en áður sem færu erlendis að spila. 

Viðtalið við Friðrik má sjá í heild sinni í meðfylgjandi myndskeiði. 

Friðrik Ingi Rúnarsson lætur til sín taka í landsleik í …
Friðrik Ingi Rúnarsson lætur til sín taka í landsleik í Laugardalshöll ásamt Hannesi Jónssyni formanni KKÍ. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert