Sigurganga Golden State heldur áfram

Stephen Curry og félagar hans í Golden State unnu sinn …
Stephen Curry og félagar hans í Golden State unnu sinn 19. leik í röð. AFP

Ekkert lát er á sigurgöngu Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfuknattleik en liðið hefur unnið alla 19 leiki sína á tímabilinu.

Golden State fagnaði útisigri gegn Utah Jazz, 106:103, og er þetta besta byrjun liðs í sögu NBA-deildarinnar. Stephen Curry skoraði 26 stig og þar af skoraði hann 12 í fjórða leikhlutanum. Gordon Hayward var stigahæstur í liði Utah með 24 stig.

Blake Griffin skoraði 23 stig, tók 8 fráköst og átti 6 stoðsendingar fyrir Los Angeles Clippers í sigri gegn Portland, 102:87. DeAndre Jordan skoraði 18 stig og tók 24 fráköst fyrir Clippers en skotnýting hans var hörmuleg því alls skaut hann 34 sinnum að körfu Portland. Maurice Harkless var atkvæðamestur í liði Portland með 15 stig.

Úrslitin í nótt:
Utah - Golden State 103:103
LA Clippers - Portland 102:87
Detroit - Houston 116:105
Miami - Boston 95:105
Atlanta - Oklahoma 106:100
Chicago - SA Spurs 92:89
Milwaukee - Denver 92:74
Sacramento - Dallas 112:98

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert