San Antonio Spurs úr leik

Russell Westbrook sækir að körfu San Antonio en Tim Duncan …
Russell Westbrook sækir að körfu San Antonio en Tim Duncan reynir að verjast. AFP

Oklahoma City Thunder gerði sér lítið fyrir og sló San Antonio Spurs út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.

Oklahoma hafði betur í fjórða leik liðanna á heimavelli sínum 113:99 og samtals 4:2. Oklahoma mætir ríkjandi meisturum í Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar.

Lið Oklahoma er að ná sér í strik á góðum tíma og stórstjörnurnar tvær Russell Westbrook og Kevin Durant eru að leika mjög vel. Úrslitin eru þó óvænt vegna þess hversu vel San Antonio lék í vetur. Félagið hefur aldrei í sögunni unnið jafn marga leiki í deildakeppninni en þarf nú að sætta sig við að fara í sumarfrí. 

Kevin Durant fór hamförum í nótt og skoraði 37 stig en Kawhi Leonard var stigahæstur hjá San Antonio með 22 stig.

Mikil tímamót gætu orðið hjá San Antonio í sumar því óljóst er hvað bíður hins fertuga Tims Duncan. Hann lét ekkert uppi að leiknum loknum og virðist eiga eftir að taka ákvörðun um hvort hann vilji spila áfram. Duncan gerði 19 stig í nótt en var fremur rólegur í rimmunni gegn Oklahoma í heild sinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert