„Hvalreki fyrir FSu“

FSu hefur ráðið reyndan þjálfara.
FSu hefur ráðið reyndan þjálfara. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

FSu hefur ráðið reyndan spænskan þjálfara, Eloy Doce Chambrelan að nafni, um að taka við liðinu fyrir næstu leiktíð. Hann þjálfaði síðast í næstefstu deild í heimalandinu en tekur nú við Selfyssingum sem féllu í 1. deildina í vor.

Hann er 46 ára gamall og hefur að auki þjálfað í Úrúgvæ, Noregi og spænsku kvennadeildinni, auk þess sem hann hefur verið í þjálfarateymi yngri landsliða Spánar.

Chambrelan hefur sérhæft sig í kennslu tækni og leikfræði og að hjálpa leikmönnum að þróa hæfileika sína og getu. Þessir eiginleikar, ásamt yfirgripsmikilli reynslu hans af vinnu með ungum leikmönnum og af þjálfun á hæsta getustigi eru hvalreki fyrir FSu, fyrir körfuboltaakademíuna, yngriflokkastarfið og keppnislið félagsins. Stjórn félagsins er hæstánægð með nýja þjálfarann og bíður spennt eftir að hann hefji störf,” segir í tilkynningu frá FSu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert