Meistararnir steinlágu

LeBron James er hér að skora tvö af 32 stigum …
LeBron James er hér að skora tvö af 32 stigum í nótt. AFP

Cleveland Cavaliers sýndi allar sínar bestu hliðar þegar liðið vann 30 stiga sigur á meisturum Golden State, 120:90, í þriðja úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik í nótt.

Meistararnir réðu ekki við kröftugan sóknarleik Cleveland og á köflum varnarleik og staðan í einvígi liðanna er nú 2:1, Golden State í vil.

LeBron James átti flottan leik í liði Cleveland en hann skoraði 32 stig og tók 11 fráköst og Kyrie Irwing var með 30 stig og átti 8 stoðsendingar.

„Liðsfélagarnir héldu mér við efnið. Þeir sögðu mér að vera árásargjarn og ég var það en þetta var sigur liðsheildarinnar,“ sagði LeBron James eftir leikinn.

Cleveland tók leikinn strax í sínar hendur. Það komst í 9:0, 19:4 og 33:14 og eftir þetta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn endaði.

Stephen Curry var stigahæstur í liði Golden State með 19 stig og Harrison Barnes kom næstur með 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert