Heimaleikir verða í Laugardalshöll

Hlynur Bæringsson og félagar í íslenska landsliðinu leika í heimaleiki …
Hlynur Bæringsson og félagar í íslenska landsliðinu leika í heimaleiki sína í undankeppni EM í Laugardalshöllinni. Fyrsti leikurinn verður miðvikudaginn 31. ágúst. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Heimaleikir íslenska karlalandsliðsins i körfuknattleik í undankeppni Evrópumótsins 2017 fara fram í Laugardalshöllinni eftir allt. Fyrir nokkru var ákveðið að leikirnir færu fram í Smáranum í Kópavogi vegna þess að Laugardalshöllin var bókuð fyrir viðburði á þeim tíma sem leikirnir eiga að fara fram. Eftir að ekkert varð úr þeim viðburðum var ákveðið að leikirnir í undankeppninni færu fram í Laugardalshöll þar sem heimavöllur íslensku landsliðanna í körfuknattleik og fleiri landsliða hefur verið árum saman. 

Fyrsti leikur karlalandsliðsins í undankeppninni fer fram miðvikudaginn 31. ágúst í Laugardalshöll. Þá mætir íslenska landsliðið liðsmönnum landsliðs Sviss. Hinn 14. september tekur íslenska landsliðið á móti landsliði Kýpur og síðasti heimaleikurinn verður við landslið Belgíu laugardaginn 17. september. 

„KKÍ þakkar forsvarsmönnum Breiðabliks og Kópavogsbæjar fyrir þann mikla velvilja sem landsliðum okkar var sýndur með því að bjóða fram Smárann sem leikstað. Jafnframt vill KKÍ koma á framfæri þakklæti til Reykjavíkurborgar, ÍBR og Laugardalshallar fyrir að leysa málin á þann hátt að strákarnir okkar geti spilað á heimavellinum okkar,“ segir m.a. í tilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert