Hlynur hátt á talnalistum

Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfuknattleik.
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfuknattleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undankeppni Evrópumóts karla í körfubolta er nú hálfnuð en hún heldur áfram á morgun þegar Ísland mætir Sviss ytra kl. 15.30 að íslenskum tíma. Ísland er í 2. sæti síns riðils, í harðri baráttu um sæti á EM.

Haukur Helgi Pálsson er stigahæstur í liði Íslands í keppninni til þessa, með 17,3 stig að meðaltali í leik. Hann er í 10. sæti í allri undankeppninni.

Hlynur Bæringsson er í 3. sæti í undankeppninni yfir flest fráköst, með 8,3 fráköst í leik, og í 5. sæti yfir flestar stoðsendingar með 5,7 stoðsendingar í leik. Hann er í algjörum sérflokki meðal miðherja hvað fjölda stoðsendinga varðar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert