Gæðamunurinn sást vel er Snæfell sigraði

Úr leik liðsins í kvöld.
Úr leik liðsins í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Snæfell vann öruggan 69:42 sigur á Haukum í Hafnarfirði í kvöld í Dominos-deild kvenna í körfubolta en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is. 

Mikið jafnræði var með liðunum í 1. leikhluta en Snæfell þó alltaf örfáum stigum yfir og var staðan 15:18 að honum loknum en Taylor Brown, bandaríski leikmaður Snæfells fór útaf eftir nokkrar mínútur þar sem hún var mjög fljót að næla sér í tvær villur.

Snæfell fór betur af stað í 2. leikhluta og var staðan fljótlega orðin 23:17 en Haukar réðu illa við Gunnhildi Gunnars og Taylor Brown sem var komin aftur inná. Hægt og rólega bætti Snæfell í forskotið og varð það í fyrsta skipti tíu stig í stöðunni 29:19 og var staðan í hálfleik 41:22 en Gunnhildur og Brown skoruðu alls 34 af 41 stigi gestanna í fyrri hálfleiknum.

Gestirnir héldu áfram að bæta í forskotið í 3. leikhluta og var staðan 57:34 fyrir síðasta leikhlutann og virtist gæðamunurinn á liðunum hreinlega alltof mikill til að Haukar ættu mikla möguleika gegn góðu liði Snæfells.

Fjórði leikhluti var formsatriði fyrir Snæfell þar sem Haukar ógnuðu aldrei forskotinu.

40. Haukar - Snæfell (42:69) Öruggur 69:42 sigur Snæfells. Leikurinn var jafn eftir 1. leikhluta en svo ekki söguna meir. 

30. Haukar - Snæfell (35:57) Annar fínn leikhluti hjá gestunum og er staðan 57:35 fyrir síðasta leikhluta og virðist gæðamunurinn á milli liðanna einfaldlega of mikill. 

Það þar kraftaverk í 4. leikhluta til að Haukar fái eitthvað úr leiknum. 

20. Haukar - Snæfell (22:41) Mjög góður 2. leikhluti hjá Snæfelli, hægt og rólega hafa þær aukið forskotið sem er nú 19 stig. Staðan er 41:22. Gunnhildur Gunnarsdóttir og Taylor Brown hafa gjörsamlega farið á kostum og skorað 34 stig samanlagt. 

10. Haukar - Snæfell (15:18) Jafnræðið heldur áfram. Fyrsti leikhluti er búinn en Snæfell er 18:15 yfir. Gestirnir hafa verið örfáum stigum yfir allan leikinn fram að þessu. Gunnhildur Gunnars stigahæst með sjö stig. 

5. Haukar - Snæfell (6:7) Jafnar og spennandi fyrstu mínútur en staðan er 6:7 Snæfell í vil þegar 1. leikhluti er hálfnaður. Taylor Brown, bandaríski leikmaður Snæfells er strax komin með tvær villur og er hún þess vegna komin á bekkinn. 

1. Haukar - Snæfell (0:0) Leikurinn er farinn af stað.

0. Taylor Brown er með flest stig að meðaltali fyrir Snæfell en hún hefur skorað 23.3 stig í leik. 

0. Hjá Haukum er það Michelle Nicole Michell með 25.5.

0. Snæfell er eitt fimm liða sem eru með fjögur stig eftir þrjá leiki en ekkert lið hefur unnið alla leliki sína hingað til. 

0. Haukar koma þar á eftir með tvö stig en Hafnarfjarðarliðið þurfti að sætta sig við 73:52 tap gegn Keflavík í síðustu umferð en Snæfell vann Val 61:59, þar sem sigurkarfan var skoruð með síðasta skoti leiksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert