Stemningin verður meiri með hverjum leiknum

Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals.
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurganga 1. deildarliðs Vals í Maltbikar karla í körfuknattleik er áhugaverð. Valur er kominn í undanúrslit keppninnar og mætir þar Íslands- og bikarmeisturum KR í Laugardalshöll, en dregið var til undanúrslitanna í gær.

Valsliðið er komið í gegnum þrjár umferðir í keppninni og hefur mætt úrvalsdeildarliðum í þeim öllum. Og nú bætist það fjórða við. Fram að þessu hefur Valur slegið út Snæfell, Skallagrím og Hauka.

„Stemningin í herbúðum okkar verður meiri með hverjum leiknum. Hún var alveg geggjuð þegar við unnum Hauka á mánudaginn, bæði á pöllunum og innan liðsins. Baráttan var mikil, sem og samstaðan,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, í samtali við Morgunblaðið á blaðamannafundi í gær eftir að dregið hafði verið til undanúrslita.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert