Westbrook með 47 stig í stórleiknum

Russel Westbrook sækir að Kevin Durant í leiknum í nótt.
Russel Westbrook sækir að Kevin Durant í leiknum í nótt. AFP

Russel Westbrook heldur áfram að eiga magnað tímabil í NBA-körfuboltanum vestanhafs. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 47 stig, tók 11 fráköst og gaf auk þess átta stoðsendingar gegn Golden State í nótt. 

Því miður fyrir hann dugði það ekki til sigurs því Golden State vann leikinn, 130:114. Kevin Durant skoraði 34 stig fyrir Golden State og tók níu fráköst. Sem fyrr er Golden State með nokkra yfirburði í vesturdeildinni á meðan Oklahoma hefur valdið vonbrigðum og er aðeins í 7. sæti. 

Isiah Thomas skoraði 29 stig í 112:104 sigri Boston á Utah Jazz á meðan meistararnir í Cleveland höfðu betur gegn Denver Nuggets, 125:109. Lebron James og Kyrie Irving skoruðu 27 stig hvor. 

Los Angeles Clippers hafði svo betur gegn Charlotte, 107:102, og Philadelphia vann mjög góðan sigur á Miami, 117:109. 

Úrslit næturinnar: 
Charlotte - Los Angeles Clippers 102:107
Indiana - Milwaukee 100:116
Cleveland - Denver 125:109
Philadelphia - Miami 117:109
Oklahoma - Golden State 114:130
Dallas - Orlando 112:80
Houston - Phoenix 133:102
Utah - Boston 104:112

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert