Keflavík 2:0 yfir eftir annan spennuleik

Amin Stevens sækir að körfu Tindastóls í leiknum í Keflavík …
Amin Stevens sækir að körfu Tindastóls í leiknum í Keflavík í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Eftir hreint út sagt magnaðan fyrsta leik liðanna sem fór í tvöfalda framlengingu mættust Keflavík og Tindastóll í annarri rimmu sinni í Keflvík í kvöld, í 8-liða úrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. 

Þessi leikur var alls ekki síðri og það var á lokasekúndum leiksins sem Guðmundur Jónsson tryggði Keflavík sigur af vítalínunni, 86:80 varð lokaniðurstaða leiksins.

Auðvelt er að segja að þetta hafi verið verðskuldað, Keflvíkingar leiddu megnið af leiknum þó svo að gestirnir hafi aldrei verið langt undan og í raun hársbreidd frá því að stela sigrinum í lokin. 

Keflvíkingar leiða einvígið því 2:0 og geta tryggt sig í undanúrslit með einum sigri í viðbót. Liðin mætast á Sauðárkróki á miðvikudagskvöldið.

Keflavík 86:80 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert