Stjarnan í undanúrslit

Anthony Odunsi sækir að körfu ÍR í kvöld. Fer fram …
Anthony Odunsi sækir að körfu ÍR í kvöld. Fer fram hjá Sveinbirni Claessen og Quincy Hankins-Cole nær ekki að stöðva hann. mbl.is/Golli

Stjarnan er komin í undanúrslit Dominos-deildar karla í körfubolta eftir 75:72 sigur á ÍR í þriðja leik liðanna. Stjarnan vann einvígið 3:0 og er ÍR komið í sumarfrí.

Byrjunin á leiknum var ansi svipuð byrjuninni í síðasta leik liðanna. ÍR skoraði fyrstu níu stigin og komst Stjarnan ekki á blað fyrr en eftir tæplega fimm mínútna leik. Stjörnumenn voru hins vegar fljótir að jafna eftir það, en ÍR-ingar höfðu 16:15 forystu eftir fyrsta leikhluta.

Stjörnumenn voru sterkari aðilinn í 2. leikhluta og unnu hann með sjö stiga mun. Staðan var 33:28, í leik þar sem varnarleikur liðanna var töluvert betri en sóknarleikurinn, eins og tölurnar gefa til kynna. ÍR-ingar þurftu meira framlag frá Matthíasi Orra Sigurðarsyni og Danero Thomas í seinni hálfleik, en þeir skoruðu samanlagt aðeins fimm stig í hálfleiknum.

Munurinn hélst í 4-8 stigum allan þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 53:49, Stjörnunni í vil. ÍR-ingar náðu að jafna í 57:57 snemma í fjórða leikhluta, en þá skoruðu Stjörnumenn næstu tíu stig og breyttu stöðunni í 67:57.

ÍR-ingar neituðu að gefast upp, því Matthías Orri Sigurðarson skoraði þriggja stiga körfu 32 sekúndum fyrir leikslok og minnkaði muninn í 75:72. Sigurkarl Róbert Jóhannesson fékk tækifæri til að jafna í blálokin en þriggja stiga skot hans geigaði.

Matthías Orri spilaði töluvert betur í seinni hálfleik og var hann stigahæstur ÍR-inga með 21 stig. Hlynur Bæringsson skoraði 20 fyrir Stjörnuna. 

Quincy Hankins-Cole reynir að verjast Hlyn Bæringssyni í kvöld.
Quincy Hankins-Cole reynir að verjast Hlyn Bæringssyni í kvöld. mbl.is/Golli
Stjarnan 75:72 ÍR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert