Hrundi allt yfir okkur á einni æfingu

Ingunn Embla Kristínardóttir í leik með landsliðinu.
Ingunn Embla Kristínardóttir í leik með landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grindavík var spáð 3. sætinu í Dominos-deild kvenna í körfubolta í vetur, fjarri áttunda og neðsta sætinu sem liðið svo hafnaði í. Fram undan er barátta í 1. deild næsta vetur eftir afar stormasamt tímabil þar sem liðið lék undir stjórn fjögurra mismunandi þjálfara og var án bandarísks leikmanns í heila 11 leiki af 28 leikjum tímabilsins.

„Við vorum alveg með þær væntingar að við værum að fara að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni. Við vissum að deildin væri sterk og liðin mjög jöfn. Það að við skulum hafa fallið er náttúrulega aðallega út af Kanamissinum,“ sagði Ingunn Embla Kristínardóttir, sem skoraði 19 stig fyrir Grindavík í lokaumferðinni á þriðjudag, í öruggum sigri á Stjörnunni.

„Kanamissirinn“ sem Ingunn Embla nefnir fólst í því að Grindavík lét Ashley Grimes fara um áramót. Angela Rodriguez átti að taka við en fékk atvinnuleyfi svo seint að hún gat aðeins spilað fjóra síðustu leiki tímabilsins. Tveir af þeim unnust, en það var ekki nóg og Grindavík féll með 10 stig, sex stigum minna en næsta lið, Haukar.

„Þetta var víst fyrst þannig að fingraförin hennar voru eitthvað vitlaust gerð, svo hún þurfti að fara og gefa þau aftur, og svo týndust einhverjir pappírar. Svo tók þetta bara mjög langan tíma úti í Þýskalandi að koma þessu í gegn,“ sagði Ingunn Embla um „fíaskóið“ varðandi komu Rodriguez.

Sjá allt viðtalið við Ingunni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert