Valur bætir við sig efnilegum leikmanni

Ásta Júlía Grímsdóttir með Darra Frey Atlasyni eftir að hafa …
Ásta Júlía Grímsdóttir með Darra Frey Atlasyni eftir að hafa ritað undir samning við Val. Ljósmynd/Valur

Ásta Júlía Grímsdóttir skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Vals um að leika með félaginu næstu tvö keppnistímabil. Ásta Júlía, sem er fædd 2001, var valin besti ungi leikmaður 1. deildar á lokahófi KKÍ á dögunum.

Ásta Júlía hefur leikið með KR frá því hún hóf að æfa körfubolta, en hún var valin í U15 í fyrra og U16 landsliðið núna í sumar. Ásta Júlía spilaði að meðaltali 23 mínútur með KR í fyrstu deildinni í vetur og skoraði 9,9 stig, tók 8,6 fráköst og var með 2,1 varið skot í leik.

Darra Frey Atlasyni, þjálfara Vals, líst vel á að fá Ástu Júlíu í hópinn. „Ásta Júlía er með efnilegustu leikmönnum landsins og við erum mjög spennt fyrir hennar  framtíð á Hlíðarenda. Hún hefur alla burði til þess að ná eins langt og hún vill og við munum hjálpa henni af fremsta megni á leiðinni.“

Ásta Júlía segist spennt að spreyta sig í Dominio‘s-deildinni næsta vetur: „Ég er mjög spennt að spreyta mig í úrvalsdeildinni. Mér líst vel á hópinn og félagið. Darri var fyrsti þjálfarinn minn þegar ég kom upp í meistaraflokk þannig að það verður frábært að leika undir hans stjórn aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert