Cleveland fær leikmann frá Tyrklandi

Cedi Osman (til hægri).
Cedi Osman (til hægri). AFP

Bandaríska körfuknattleiksfélagið Cleveland Cavaliers hefur gengið frá þriggja ára samningi við tyrkneska landsliðsmanninn Cedi Osman. Hann kemur til félagsins frá Anadolu Efes í Tyrklandi. 

Hann var í röðum Minnesota Timberwolves á sínum tíma, en hann lék aldrei keppnisleik með liðinu. Hann hefur að undanförnu verið meðal bestu leikmanna tyrknesku deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert