Jón Axel getur orðið einn sá besti í vetur

Jón Axel Guðmundsson í leik á móti hinu kunna liði …
Jón Axel Guðmundsson í leik á móti hinu kunna liði North Carolina skólans á síðasta tímabili. AFP

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson er einn vanmetnasti leikmaður sinnar deildar í háskólaboltanum í Bandaríkjunum að mati körfuboltasérfræðings sem birti pistil um leikmenn sem vert er að fylgjast með á komandi tímabili.

Jón Axel stóð sig vel á sínu fyrsta ári með Davidson-háskólanum í Norður-Karólínu síðasta vetur, varð fjórði stigahæsti leikmaður liðsins og átti næstflestar stoðsendingar.

„Flestir muna nafnið hans frá því í fyrra, en Jón Axel getur orðið einn besti skotbakvörður deildarinnar í vetur. Jón Axel hitti 32,7% af þriggja stiga skotum sínum í fyrra sem nýliði og var meðal þeirra leikmanna sem gáfu hvað flestar stoðsendingar á landsvísu. Það er mikill möguleiki fyrir hann að vaxa enn frekar í vetur,“ segir í umsögn um Jón Axel.

Jón Axel var í 24 manna æfingahópi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Finnlandi í haust, en þurfti að draga sig úr honum snemma vegna meiðsla. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert