Hörður í Asíukeppnina

Hörður Axel Vilhjálmsson i leik með landsliðinu á Evrópumótinu í …
Hörður Axel Vilhjálmsson i leik með landsliðinu á Evrópumótinu í Finnlandi. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er kominn á framandi slóðir hjá nýju félagi, BC Astana frá Kasakstan, sem hann samdi við í sumar. Hörður mun síðar í mánuðinum spila fyrstur Íslendinga í Meistaradeild Asíu.

Lið BC Astana leikur þar í vetur en félagið hefur áður spilað í Evrópukeppni. Kasakstan er að stærstum hluta í Asíu þótt landið sé með aðild að íþróttasamböndum í Evrópu og keppi þar í mörgum greinum.

Hörður er á leið með liðinu til Chenzhou í Kína þar sem Meistaradeildin er leikin dagana 22. til 30. september og tíu lið spila um Asíumeistaratitilinn. Þar mæta Hörður og félagar Chooks-To-Go frá Filippseyjum, Sareyyet frá Palestínu, Petrochimi frá Íran og Mono Vampire frá Taílandi í riðlakeppninni en fjögur lið fara áfram í átta liða úrslit. Úrslitaleikurinn fer fram 30. september. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert