Stjörnunar í Oklahoma fara illa af stað

Anthony Davis skoraði 27 stig og tók 17 fráköst fyrir ...
Anthony Davis skoraði 27 stig og tók 17 fráköst fyrir New Orleans Pelicans. AFP

Oklaoma City Thunder fer illa af stað í bandaríska NBA körfuboltanum. Liðið fékk þá Paul George og Carmelo Anthony til liðs við sig fyrir leiktíðina og ætlaði sér stóra hluti. Oklahoma hefur hins vegar tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum. Oklahoma fékk heimsókn frá Minnesota Timberwolves í nótt og varð að gera sér að góðu að tapa 115:113. 

Russel Westbrook átti góðan leik eins og venjulega, skoraði 31 stig og gaf 10 stoðsendingar en það var ekki nóg. Hjá Minnesota skuðu Andrew Wiggins og Karl-Anthony Towns 27 stig hvor. 

Brooklyn Nets vann sinn annan sigur er liðið lagði Atlanta Hawks á heimavelli, 116:104 og New Orleans Pelicans vann sinn fyrsta sigur er liðið lagði Lakers á útivelli, 119:112. Lakers var með 108:103-forystu þegar skammt var eftir en New Orleans var betra á lokasprettinum. 

Úrslit næturinnar í NBA: 

Atlanta Hawks  - Brooklin Nets 104:116
Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 113:115
La Lakers - New Orleans Pelicans 112:119

mbl.is