Tindastóll vann toppslaginn í Keflavík

Sigtryggur Arnar Björnsson með skot að körfu Keflavíkur í kvöld.
Sigtryggur Arnar Björnsson með skot að körfu Keflavíkur í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Tindastóll vann Keflavík í toppslag 6. umferðar Dominos-deildar karla í körfuknattleik suður með sjó í kvöld, en lokatölur urðu 97:88 fyrir Sauðkrækinga.

Tindastóll hafði frumkvæðið allan leikinn en á lokasprettinum gerðu heimamenn heiðarlega tilraun til að ná sigrinum en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Pétur Rúnar Birgisson fór mikinn fyrir gestina og skoraði 26 stig og 14 þeirra á stuttum tíma í þriðja fjórðungi sem var svo að lokum grunnur Tindastóls að sigrinum. Hjá Keflavík var Reggie Dupree með 19 stig. 

Tindastóll er með 10 stig eftir sex leiki en Keflavík er með 8 stig.

Keflavík - Tindastóll 88:97

TM-höllin, Úrvalsdeild karla, 09. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 3:4, 5:13, 9:18, 16:22, 23:30, 27:32, 33:41, 41:47, 43:53, 47:61, 53:74, 59:78, 67:81, 75:89, 83:93, 88:97.

Keflavík: Reggie Dupree 19, Ágúst Orrason 15/8 fráköst, Magnús Már Traustason 13, Cameron Forte 13/11 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Ragnar Örn Bragason 8/4 fráköst, Hilmar Pétursson 7/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 4/5 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.

Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 26/7 fráköst/13 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 21/6 fráköst, Antonio Hester 16/6 fráköst, Axel Kárason 14/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 8/8 fráköst, Viðar Ágústsson 5, Christopher Caird 4, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3.

Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Áhorfendur: 250

Antonio Hester sækir að körfu Keflavíkur en til varnar er …
Antonio Hester sækir að körfu Keflavíkur en til varnar er Reggie Dupree. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Keflavík 88:97 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert