Getur strax tekið ábyrgð

Craig Pedersen stýrir landsliðsæfingu.
Craig Pedersen stýrir landsliðsæfingu. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfuknattleik, þurfti að gera ýmsar breytingar á landsliðshópnum vegna landsleikjanna sem framundan eru í undankeppni HM gegn Tékklandi og Búlgaríu.

Fyrir lá að Jón Arnór Stefánsson væri meiddur, Hörður Axel Vilhjálmsson gaf ekki kost á sér og þeir Ægir Þór Steinarsson og Elvar Már Friðriksson fengu ekki frí frá sínum liðum. Pavel Ermolinskij meiddist nýlega og er ekki leikfær auk þess sem Tryggvi Snær Hlinason fær ekki leyfi frá Valencia til að spila gegn Tékkum en ekki er útilokað að hann verði með gegn Búlgörum.

„Eins og áður þurfum við að spila vel til að eiga möguleika á sigri. Við erum ekki eins og bestu liðin í Evrópu sem geta unnið leiki þótt þau sýni ekki allar sínar bestu hliðar. Ég er spenntur fyrir leikmannahópnum og hef góða tilfinningu fyrir honum. Þessir leikmenn hafa mikinn áhuga á því að spreyta sig með landsliðinu. Auðvitað myndi ég vilja hafa leikmennina sem ekki geta verið með en það nær ekki lengra,“ sagði Pedersen þegar Morgunblaðið ræddi við hann.

Spurður út í ákvörðun Harðar Axels um að gefa ekki kost á sér segist Pedersen sýna henni skilning.

Nánar er rætt við Craig og fjallað um íslenska landsliðið í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert