Haukur sneri sig en hélt haltur áfram

Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er svekkjandi. Mér fannst við vera með þá allan leikinn, en þeir settu risaskot í lokin og þá var þetta orðið erfitt,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, við Morgunblaðið eftir 77:74-tapið fyrir Búlgaríu í undankeppni HM í Laugardalshöll í gærkvöld.

Ísland var með leikinn í hendi sér lengst af að því er virtist, en undir lokin sigu Búlgarar fram úr og unnu háspennusigur. Hvað gerðist undir lokin, missti íslenska liðið hausinn við áhlaup andstæðingsins?

„Ég held ekki, þeir settu bara stóru skotin. Ég tapaði boltanum á ögurstundu og svo voru þeir að setja niður erfið skot og við náðum ekki að svara því. Þeir komust á flug á meðan við náðum ekki að klára okkar færi. Það var eiginlega bara málið,“ sagði Haukur.

Hann sneri sig á ökkla þegar skammt var eftir og spennan var sem mest, en hélt samt áfram og var greinilega ekki heill.

„Ég reyndi bara að harka þetta af mér, en ætli það hafi ekki sést langar leiðir að ég var ekki upp á mitt besta síðustu mínúturnar. Ég bara sagði ekki neitt, kannski er það mín sök að segja ekki neitt,“ sagði Haukur um það af hverju hann hélt áfram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert