Tindastóll í bikarúrslitin

Douglas Wilson hjá Álftanesi í baráttunni undir körfunni í kvöld.
Douglas Wilson hjá Álftanesi í baráttunni undir körfunni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar Tindastóls er komnir í úrslitaleik bikarkeppni karla í körfuknattleik eftir sigur á Álftanesi, 90:72, í fyrri undanúrslitaleik dagsins í Laugardalshöllinni í dag.

Síðar í dag mætast Keflavík og Stjarnan og mun sigurliðið úr því einvígi mæta Tindastóli í úrslitaleiknum á laugardaginn kemur.

Álftnesingurinn Nobertias Giga var stigahæstur allra með 24 stig. Þá skoraði Sigtryggur Arnar 22 stig fyrir Tindastól. 

Jafnræði var á meðal liðanna mest allan fyrsta leikhlutann en undir lokinn náði Tindastólsliðið að stöðva sóknir Álftnesinga og fóru með sex stiga forskot í þann annan, 23:17. 

Tindastóll fór vel af stað í öðrum leikhluta og náði strax 12 stiga forskoti. Álftanes tók leikhlé og vann sig síðan aðeins inn í leikinn. 

Tindastóll var þó með leikinn mestmegnis í sínum höndum, náði mest 15 stiga forskoti en fór 12 stigum yfir til búningsklefa, 51:39. 

Nobertias Giga fór þá mikinn fyrir Álftanes í fyrri hálfleik og var langstigahæstur með 15 stig. 

Frábær þriðji leikhluti dugði skammt

Álftnesingar mættu með allt annað lið til leiks í þriðja leikhluta en Álftnesingar söxuðu fljótlega á forskot Tindastóls. 

Hægt og rólega minnkaði liðið muninn en aðeins tveimur stigum munaði fyrir fjórða leikhluta, 65:63, Tindastóli í vil. 

Endurkoma Álftanesinga þýddi þó lítið því í fjórða leikhluta mætti liðið ekki til leiks fyrstu fimm mínútur leikhlutans. Tindastóll skoraði 16 fyrstu stiga leikhlutans og gekk frá leiknum í leiðinni. 

Að lokum vann Tindastóll stiga sigur og leikur til úrslita á laugardaginn. 

Álftanes 72:90 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert