Ekki meira með vegna blóðtappa

Ausar Thompson í leik með Detroit Pistons í síðasta mánuði.
Ausar Thompson í leik með Detroit Pistons í síðasta mánuði. AFP/Michael Reaves

Körfuknattleiksmaðurinn Ausar Thompson, leikmaður Detroit Pistons, leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu vegna blóðtappa sem hann greindist með á dögunum.

Thompson fór af velli í leik með Detroit gegn Dallas Mavericks þann 9. mars síðastliðinn eftir aðeins 11 mínútna leik og var sagður glíma við veikindi.

Fyrir næsta leik var ástæðan sem gefin var upp fyrir fjarverunni astmi en nú hefur The Athletic greint frá því að blóðtappi hafi greinst.

Má Thompson snúa aftur til æfinga að tímabilinu loknu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert