„Ég elska „Sunny Kef“

Jaka Brodnik var valinn maður leiksins.
Jaka Brodnik var valinn maður leiksins. mbl.is/Óttar Geirsson

Jaka Brodnik var valinn maður leiksins þegar lið hans Keflavík vann Tindastól, 92:79, í úrslitaleik bikarkeppni karla í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 

Jaka spilaði áður fyrir Tindastól og því var lá beinast við því að spyrja hann hvernig það hafi verið að spila gegn sínum gömlu félögum.

„Ég átti frábæran tíma hjá Tindastóli. Mér tókst ekki að afreka þar það sem mér er að takast að afreka með Keflavík og ég elska Sunny Kef."

Ef við förum aðeins yfir leikinn þá áttir þú frábæran leik. Var eitthvað sem kom ykkur á óvart í þeirra leik?

„Já alveg eitthvað en það sem skipti mestu máli var að við hættum aldrei, jafnvel þegar við vorum 14 stigum undir um miðjan þriðja leikhluta og við héldum fókus allan tímann. Síðan fórum við að keyra hraðar og þá kom þetta hjá okkur."

Ef þú berð saman þennan leik og leikinn gegn þeim í Keflavík fyrr í vetur þá sést vel að leikirnir spilast svipað þar sem þeir leiða lengst af en svo keyrið þið yfir þá með hraða og náið einhvernveginn að sprengja þá. Var það planið?

„Planið okkar er alltaf að spila hraðan bolta og ég er t.d. ekki stór og þungur senter þannig að okkar styrkleiki er hraðinn og svo með þjálfarann brjálaðan á bakinu á okkur þá var ekkert annað í boði en að klára þennan leik," sagði Jaka í samtali við mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert