Drjúgur í lokaumferðinni

Martin Hermannsson lék vel í dag.
Martin Hermannsson lék vel í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alba Berlín lauk deildarkeppninni í þýska körfuboltanum með öruggum sigri á Crailsheim, 103:83, á útivelli í dag.

Martin Hermansson átti mjög flottan leik fyrir Alba, skoraði 15 stig, tók eitt frákast og gaf átta stoðsendingar á 19 mínútum.

Alba endaði í öðru sæti deildarinnar með 27 sigra og sex töp. Aðeins Bayern München endaði með fleiri sigra, eða 28.

Fram undan er úrslitakeppnin. Alba hefur þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum en liðin sem enduðu í 7.-10. sæti leika í umspili um að komast í átta liða úrslit og því ekki ljóst hver andstæðingurinn verður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert