Hæstánægð með Stjörnustelpurnar

Sara Rún Hinriksdóttir sækir að körfu Stjörnukvenna.
Sara Rún Hinriksdóttir sækir að körfu Stjörnukvenna. mbl.is/Árni Sæberg

Landsliðskonan reynda Sara Rún Hinriksdóttir var ánægð með mótherja hennar í Stjörnunni í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik á dögunum. 

Keflavík mætir Njarðvík í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Keflavík í klukkan 20:15 í kvöld.

Keflavík, sem vann deildina með miklum yfirburðum og er bikarmeistari, lenti í vandræðum gegn ungum og ferskum Stjörnustúlkum. Að lokum sigraði Keflavík þó í oddaleik, 3:2, eftir frábært einvígi.  

Mbl.is náði tali á Söru fyrir einvígið og fór yfir víðan veg. Meðal annars var undanúrslitaeinvígið rætt. 

Voru allar að stíga upp

„Ef tölfræðin er skoðuð þá sér maður að allir leikmenn Stjörnunnar voru að stíga upp og spila betur en á tímabilinu. 

Þær spila aðeins öðruvísi körfubolta núna. Áður voru þær með mismunandi kerfi en nú er bara eitt „pick and roll“ og leikmenn frjálsari.

Þær eru ótrúlega góðar í því og Arnar [Guðjónsson, þjálfari] hjálpaði þeim mikið er kom að því. 

Mér finnst líka flott að sjá unga leikmenn lesa leikinn. Þær toppuðu sig alveg á hárréttum tíma,“ sagði Sara meðal annars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert