Kemur til Hauka frá Akureyri og Ástralíu

Lore Devos skýtur á körfu Vals í leik liðanna í …
Lore Devos skýtur á körfu Vals í leik liðanna í vetur. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Belgíska körfuknattleikskonan Lore Devos, sem var í stóru hlutverki hjá nýliðum Þórs á Akureyri í úrvalsdeild kvenna í vetur, hefur samið við Hauka um að leika með þeim á næsta timabili.

Hún skýrði frá þessu á Instagram í dag.

Lore, sem er 25 ára gömul og leikur sem framherji, skoraði 21,4 stig að meðaltali í leik fyrir Þór í vetur og tók níu fráköst að meðaltali í leik. Með hana í fararbroddi enduðu Þórskonur í sjöunda sæti, léku í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn og komust í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Hún leikur með Launceston Tornadoes í Ástralíu í sumar en kemur til liðs við Hauka þegar Íslandsmótið hefst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert