Martin og félagar yfir í einvíginu

Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Ljósmynd/FIBA

Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin eru 2:0 yfir í einvíginu gegn Bonn eftir 83:70 sigur á heimavelli í átta liða úrslitum um þýska meistaratitilinn í körfubolta í dag.

Martin lék í 24 mínútur og skoraði sjö stig, tók þrjú fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Liðin mættust síðastliðinn föstudag og þá vann Alba Berlin einnig öruggan sigur, 94:68 en liðin mætast í þriðja sinn næstkomandi þriðjudag.

Þrjá sigra þarf til þess að komast áfram og liðið gæti því tryggt sér sæti í undanúrslitum á þriðjudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert