,,Get ekki fórnað öllu“

Þormóður Árni Jónsson á gólfinu í Peking í gær.
Þormóður Árni Jónsson á gólfinu í Peking í gær. mbl.is/Brynjar Gauti

Júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson sem í gær komst í 32ja manna úrslitin í sínum flokki á Ólympíuleikunum í Peking er tvístígandi yfir framhaldinu hjá sér í íþróttinni.

Þormóður er ekki nema 25 ára gamall og hann gæti því verið á toppnum á sínum ferli eftir 4 ár á ÓL í London, reynslunni ríkari. En hann er ekki viss um að það geti gengið upp.

„Ég þarf að forgangsraða hlutunum og sjá hvort ég hafi fjármagn til þess að gera þetta áfram. Hlutirnir hafa lagast á undanförnum árum og það er ekki neinum um að kenna að lítið fjármagn er til staðar fyrir júdóíþróttina en strákar sem spila fótbolta á Íslandi eru betur settir en ég," segir Þormóður m.a. í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Sjá nánar íþróttablað Morgunblaðsins í dag. Þar eru einnig viðtöl við aðra keppendur gærdagsins á ÓL, Berg Inga Pétursson sleggjukastara og Ragnheiði Ragnarsdóttur sundkonu. Það er meira í Mogganum!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert