Ísland og Spánn á risaskjá í Vetrargarðinum

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í Peking.
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í Peking. mbl.is/Brynjar Gauti

 Íslenska þjóðin talar vart um annað en íslenska landsliðið í handknattleik og víst er þorri hennar mun fylgjast með leik Íslendinga og Spánverja í undanúrslitum Ólympíuleikanna sem fram fer klukkan 12.15 að íslenskum tíma á morgun. Væntanlega verður mikil stemning í Vetrargarðinum í Smáralind en leiknum verður sjónvarpað þar á risaskjá.

Útsendingin verður í samvinnu við RÚV sem mun senda út beinni útsendingu í Vetrargarðinum spjall við handboltaspekinga fyrir leik og í hálfleik og aðalnúmerið verður svo leikurinn við Spánverja en með sigri í þeim tryggja Íslendingar sér réttinn til að spila um gullverðlaunin en fari Spánverjar með sigur af hólmi leika Íslendingar um bronsverðlaunin.

Henning Freyr Henningsson framkvæmdastjóri Smáralindar segir að ekki komi sér á óvart að um 2000 manns muni mæta í Vetrargarðinn í hádeginu á morgun til að berja leik Íslendinga og Spánverja augum og upplifa stemningu sem mun skapast á meðan leiknum stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert