Sýnd veiði en ekki gefin

Þessir leikmenn eiga eftir að mætast á handknattleksvellinum síðar í …
Þessir leikmenn eiga eftir að mætast á handknattleksvellinum síðar í dag, Ólafur Stefánsson og Juanín García hornamaður Spánverja og vítaskytta liðsins. Á milli þeirra má sjá Juan Pastor, landsliðsþjálfara Spánverja. Brynjar Gauti

Það eru væntingar víðar en á Íslandi um góðan árangur í handboltanum. Spánverjar telja sig hafa nógu gott lið til að keppa um gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking en til þess þarf að leggja Ísland að velli á eftir. Hetja Spánverja í leiknum gegn Suður-Kóreu var markvörðurinn David Barrufet og sá ætlar ekki heim til Spánar án verðlauna. „Ísland þekkjum við mætavel og hlökkum til þess leiks enda gengið vel móti þeim undanfarið. Við munum láta einskis ófreistað að ná undirtökum í þeim leik strax og vinna. Ég allavega hef engan áhuga á að fara heim án verðlauna héðan.“

Þjálfari Spánverja, Juan Luis Pastor, er maður varkár og eigi yfirlýsingaglaður. „Mótið byrjaði ekki vel fyrir okkur en nú hefur þetta verið allt á uppleið og mér sýnist við vera að toppa á hárréttum tíma fyrir leikinn gegn Íslandi og ég get fullyrt að fyrst Ísland er komið þetta langt er ýmislegt jákvætt í gangi þar á bænum. Sýnd veiði en ekki gefin.“

Blaðamenn spænska blaðsins AS lýsa íslenska landsliðinu sem sofandi eldfjalli sem öðru hverju rankar við sér og hafi gert það svo um munar á Ólympíuleikunum nú. Vara þeir við bjartsýni þrátt fyrir að Spánn hafi unnið fjórar af fimm viðureignum þjóðanna á þessu ári. albert@mbl.is


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert