Ómannúðlegt að leika knattspyrnu í 42 stiga hita

Diego Maradona hefur fylgst með ólympíuleikunum í Peking.
Diego Maradona hefur fylgst með ólympíuleikunum í Peking. Reuters

Argentínski knattspyrnumaðurinn Diego Maradona, sem fylgdist með úrslitaleik knattspyrnukeppninnar á ólympíuleikvanginum í Peking í morgun, sagði að það væri ómannúðlegt að láta leikmenn leika í jafn miklum hita og raun bar vitni. Hitinn fór yfir 42 gráður. 

„Þetta er ómannúðlegt. Leikmennirnir geta ekki andað og það er erfitt að hlaupa. Hitinn er óbærilegur," sagði Maradona, sem gat þó glaðst yfir því að landar hans lögðu Nígeríumenn 1:0.

Leikurinn fór fram snemma í dag að kínverskum tíma svo hægt væri að búa leikvanginn undir frjálsíþróttakeppnina í kvöld. Þá var sólin hæst á lofti.  Tvívegis varð að gera hlé á leiknum svo leikmenn gætu svalað þorstanum. 

Talsmaður Alþjóða knattspyrnusambands sagði, að ákveðið hefði verið fyrirfram að gera hlé á leiknum svo leikmenn gætu drukkið vatn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert