Bode Miller Ólympíumeistari í alpatvíkeppni

Bode Miller á fullri ferð í Vancouver.
Bode Miller á fullri ferð í Vancouver. Reuters

Bandaríkjamaðurinn Bode Miller sigraði í alpatvíkeppni á vetrarólympíuleikunum í Vancouver í kvöld. Það voru þekkt nöfn úr alpagreinunum sem börðust um sigurinn því annar varð Ivica Kostelic frá Króatíu varð annar og Silvan Zurbriggen frá Sviss þriðji. Bandaríkjamenn hafa notið mikillar velgengni í Vancouver og hafa unnið lang flest verðlaun á leikunum hingað til og var Miller að vinna sín þriðju verðlaun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert