Var það typpið sem felldi slána?

Japanski stangastökvarinn Hiroki Ogita felldi slánna með typpinu,ð því er …
Japanski stangastökvarinn Hiroki Ogita felldi slánna með typpinu,ð því er sumir telja. Aðrir segja um fellingar í fötum hans að ræða. AFP

Japanski stangarstökkvarinn Hiroki Ogita hefur lýst undrun sinni yfir fréttum af því að typpið á honum hafi hindrað hann í að komast í undanúrslit á ólympíuleikunum í Ríó.

Myndband sem sýnir er Ogita snertir slána, að því er virðist með typpinu hefur fengið mikla útbreiðslu á netinu. Annar fótur Ogita hafði þegar snert slána er þetta var, en það var handleggurinn á honum sem réði úrslitum.

„Ég átti aldrei von á að erlendir fjölmiðlar myndu fjalla svona um mig,“ sagði Ogita í Twitter-skilaboðum. „Það væri eitt ef þetta væri satt, en ég verð að segja að ég er miður mín að þeir skuli búa eitthvað svona til svo þeir gætu haft mig að háði og spotti.“

Fréttavefur BBC hefur eftir sérfræðingi í stangarstökki að hann telji þetta vera óheppilegt sjónarhorn myndavélarinnar. „Hann var þegar búinn að snerta slánna víða,“ sagði stangastökksþjálfarinn David Yeo frá Singapore. „Það var öruggt að sláin myndi losna. Ég held að þetta séu bara fellingar í fötum hans á röngum stöðum.“

Ogita komst yfir slána í annarra tilraun, en náði ekki nema 5,45 metrum í síðustu tilraun sinni og var of neðarlega á listanum til að komast í undanúrslit.   

Aðdáendur hans hafa stutt hann með ráðum og dáð og fullyrt hann um að ekki sé öll umfjöllun um hann fjandsamleg.  Ogita sjálfur sagði síðar að hann gæti séð húmorinn. „Þegar ég horfi á þetta aftur, þá verð ég að segja að þetta er frekar fyndið. LOL“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert