Bandaríkin mæta Serbíu í úrslitum

Klay Thompson, leikmaður Bandaríkjanna, sækir hér að körfu Spánar og …
Klay Thompson, leikmaður Bandaríkjanna, sækir hér að körfu Spánar og Sergio Llull, leikmaður Spánar, er til varnar. AFP

Bandaríkin lögðu Spán að velli, 82:76, í undanúrslitum í körfuknattleik karla á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu í nótt. Bandaríkin mæta þar af leiðandi Serbíu í úrslitaleik keppninnar. Klay Thompson, leikmaður Golden State Warriors, var stigahæstur í liði Bandaríkjanna með 22 stig.

Bandaríkin og Spánn mættust í úrslitum leikanna í Peking árið 2008 og síðan aftur í London árið 2012. Að þessu sinni leiddu þjóðirnar hins vegar saman hesta sína í undanúrslitum. 

Vinni Bandaríkin úrslitaleikinn gegn Serbíu á morgun verður liðið ólympíumeistari í 15. skipti. Serbía getur hins vegar borið sigur úr býtum í keppninni í fyrsta skipti í sögunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert