„Landsliðsþjálfarinn sýndi hugrekki“

Guðmundur Guðmundsson fagnar í gær.
Guðmundur Guðmundsson fagnar í gær. AFP

Bent Nyegaard handboltaspekingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 gaf leikmönnum og Guðmundi Guðmundssyni einkunn eftir að Danir urðu ólympíumeistarar í handbolta í gær.

Nyegaard gaf Guðmundi hæstu einkunn mögulega, 5, en hann var gríðarlega ánægður með Guðmund. Danmörk vann Frakkland, 28:26, í úrslitaleiknum og tryggði sér sinn fyrsta ólympíumeistaratitil í handknattleik karla.

„Landsliðsþjálfarinn sýndi hugrekki sem stundum hefur vantað,“ sagði Nyeagaard um Guðmund eftir leikinn. „Það er langt síðan franska landsliðið hefur skorað svona fá mörk og gert svona mörg mistök.“

Auk Guðmundar fengu þeir Mikkel Hansen, Henrik Toft Hansen og René Toft Hansen hæstu einkunn.

Frétt mbl.is: Guðmundur ólympíumeistari

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert