Úrslit ráðast í fjórum greinum

Keppni í sundi á Reykjavíkurleikunum fer fram í Laugardalslaug.
Keppni í sundi á Reykjavíkurleikunum fer fram í Laugardalslaug. Sportmyndir.is

Reykjavíkurleikarnir hófust á fimmtudag og standa yfir til sunnudagsins 25.janúar. Á dagskrá leikanna er keppni í 20 einstaklingsíþróttagreinum. Úrslit ráðast í fjórum greinum á leikunum í dag.

Badmintonkeppni unglinga fer fram í TBR húsinu. Undanúrslit hófust kl.9 og úrslitaleikir kl.13. Áætluð mótslok eru um kl.16.

Bogfimikeppnin fer fram í íþróttahúsi Réttarholtsskóla og hefst kl.10. Úrslitaviðureignir hefjast kl.13 og eru mótslok áætluð um kl.14.

Keppni í listhlaupi á skautum hefst kl.10:30 í Skautahöllinni í Laugardal. Sýnt verður beint frá mótinu á RÚV kl.13:00-15:20.

Sundmót Reykjavíkurleikanna fer fram í Laugardalslaug. Undanrásir verða kl.9:15-12:00 í dag og úrslitasundin kl.16-18.

Farsímavefur Reykjavíkurleikanna er m.rig.is og er þar hægt að nálgast upplýsingar um dagskrá og þær íþróttagreinar sem keppt er í.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert