Glæsilegar gólfæfingar

Þær voru glæsilegar gólfæfingarnar hjá rússnesku fimleikakonunni Irenu Sazonovu á Reykjavíkurleikunum í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Irena sigraði í kvennaflokki á fimleikamótinu í dag með 53,1 stig en hún vann einnig keppni á öllum einstökum áhöldum. Langt mun vera síðan svona há stig hafa verið gefin í fimleikakeppni hér á landi og árangur hennar því einstaklega góður.

Irena sem er 23 ára gömul er alin upp í Pétursborg en starfar sem þjálfari hjá Ármanni meðfram æfingum sínum. Hún var áður í unglingalandsliði Rússlands og var nálægt því að komast í rússneska landsliðshópinn fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Irena stefnir á að vera áfram á Íslandi og langar að keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegum mótum í framtíðinni.

Í karlaflokki fimleikamótsins sigraði Jón Sigurður Gunnarsson en hann hlaut 71,917 stig. Í öðru sæti var Hróbjartur Pálmar Hilmarsson með 65,601 stig.

Öll úrslit úr fimleikakeppni Reykjavíkurleikanna má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert