Júlíana eina sem komst áfram

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, fjær, í leiknum gegn Pissi frá Kýpur.
Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, fjær, í leiknum gegn Pissi frá Kýpur. Ljósmynd/BSÍ

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir var eini Íslendingurinn sem komst áfram í einliðaleik í undankeppni Iceland International-badmintonmótsins sem hófst í TBR-húsunum í dag og er hluti af Reykjavíkurleikunum, RIG 2024.

Hún lagði alla mótherja sína og sigraði Ioanna Pissi frá Kýpur í úrslitaleiknum eftir spennandi oddalotu, 23:21, 8:21, 21:18.

Aðalkeppnin hefst í fyrramálið og þar verður Yevheniia Kantemyr frá Úkraínu andstæðingur Júlíönu í 32-manna úrslitunum. Þar verða aðeins tvær konur en Sólrún Anna Ingvarsdóttir fer beint í aðalkeppnina.

Enginn Íslendingur komst í 32-manna úrslit í karlaflokki en margir íslenskir keppendur verða í tvenndarleik og tvíliðaleik á morgun.

Keppt verður í TBR-húsunum frá klukkan 9 í fyrramálið, með keppni í tvenndarleik, og síðustu leikir dagsins hefjast um klukkan 16.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert