Nýr klifurveggur í Laugardalshöllinni

Klifurkeppni Reykjavíkurleikanna fer fram á laugardag og mánudag.
Klifurkeppni Reykjavíkurleikanna fer fram á laugardag og mánudag.

Nýr klifurveggur verður tekinn í notkun í Laugardalshöllinni um helgina þegar þar fer fram klifurkeppni Reykjavíkurleikanna, RIG 2024, á morgun og á mánudaginn.

Þetta er í fyrsta skipti sem keppnin er haldin í Laugardalshöllinni og þar hefur nýi klifurveggurinn verið settur upp en hann er færanlegur.

Keppt er í grjótglímu í fimmta skipti á leikunum og keppt er í þremur flokkum á mótinu, unglingaflokkunum U14 og U16 og í opnum flokki.

Undankeppni og undanúrslit fara fram á morgun, laugardag, í Klifurhúsinu í Ármúla 23 en úrslit í Laugardalshöllinni.

Unglingaflokkar keppa í Laugardalshöll á morgun, U14 klukkan 11 og U16 klukkan 13.

Úrslit í opnum flokki fara fram mánudaginn 29. janúar í Laugardalshöll en þá stíga á stokk keppendur frá Danmörku, Litháen og Íslandi. Keppni í kvennaflokki hefst kl. 19.30 og í karlaflokki kl. 20.45 og verður úrslitunum sjónvarpað í beinni útsendingu á RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert