Borðtennismeistarar Reykjavíkurleikanna

Guðrún G Björnsdóttir og Ingi Darvis.
Guðrún G Björnsdóttir og Ingi Darvis. Ljósmynd/Pétur Stephensen

Borðtennismót Reykjavíkurleikana 2024 fór fram í TBR-Íþróttahúsinu í Laugardal 27. janúar  í umsjón Borðtennisdeildar Víkings.  

Í Karlaflokki léku í undanúrslitum Ingi Darvis úr Víkingi gegn Ellert Georgssyni úr KR, leikar fóru þannig að Ingi Darvis vann öruggan sigur, 4:0 (11:7, 11:3, 11:5 og 11:4).

Í hinum undanúrslitaleiknum lék Magnús Gauti Úlfarsson BH gegn Magnúsi Jóhanni Hjartarsyni Víkingi. Leikar fóru þannig eftir hörkuleiki að Magnús Gauti vann af öryggi, 4:0 (11:9, 11:6, 11:9 og 14:12).

Úrslitaleikinn léku því Ingi Darvis Víkingi gegn Magnúsi Gauta Úlfarssyni BH.

Um spennandi og góðan úrslitaleik var að ræða þar sem Ingi Darvis lék mjög vel og vann, 4:1 (11:4, 11:13, 11:7, 12:10 og 11:6).

Í kvennaflokki léku í undanúrslitum Guðrún G Björnsdóttir gegn Stellu Karen Kristjánsdóttur Víkingi. Guðrún vann, 4:1 (10:12, 11:8, 11:5,11:3 og 11:5).

Í hinum undanúrslitaleiknum lék Ársól Arnardóttir KR gegn Önnu Manezza Póllandi. Leikar fóru þannig að Ársól vann af öryggi, 4:0 (11:5, 11:3, 11:5 og 11:1).

Úrslitaleikinn léku því Guðrún G Björnsdóttir úr KR gegn Ársólu Arnardóttir úr KR.

Guðrún sigraði 4:3 eftir góða og spennandi leiki (10:12, 11:5, 11:2, 10:12, 6:11, 11:5, 11:9).

Úrslitin í mótinu voru þannig:

Einliðaleikur karla:

  1. Ingi Davis, Víkingur
  2. Magnús Gauti Úlfarsson, BH

3.-4. Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingur

3.-4.  Ellert Georgsson, KR

Einliðaleikur kvenna:

  1. Guðrún G Björnsdóttir, KR
  2. Ársól Arnardóttir, KR

3.-4. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingur

3.-4. Anna Manezza, Pólland

Yfirdómari mótsins var Árni Siemsen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert