Sjö Íslandsmet Kristrúnar

Drífa Ríkharðsdóttir (til vinstri), Lucie Martinsdóttir Stefaniková (fyrir miðju) og …
Drífa Ríkharðsdóttir (til vinstri), Lucie Martinsdóttir Stefaniková (fyrir miðju) og Kristrún Ingunn Sveinsdóttir (til hægri). Ljósmynd/María Guðsteinsdóttir

Kristrún Ingunn Sveinsdóttir þríbætti Íslandsmet í hnébeygju í 52 kg flokki í kraftlyftingakeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöllinni í dag og endaði í 120 kg í þriðju tilraun.

Í bekkpressu bætti Kristrún Íslandsmetið í þrígang líka, fyrst með 67,5 kg, svo 72,5 kg og loksins 77,5 kg.

Drífa Ríkharðsdóttir bætti svo Íslandsmet í hnébeygju í 57 kg flokki með 135 kg. Í réttstöðulyftu tók hún 172,5 kg og bætti þar eigið Íslandsmet.

Hilmar Símonarson bætti Íslandsmet í hnébeygju í 74 kg flokki með 220 kg. Hann bætti einnig metið í samanlögðu með 582,5 kg.

Máni Freyr Helgason bætti Íslandsmetið í samanlögðu í 83 kg flokki unglinga með 665 kg.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Í kvennaflokki

1.Lucie Martinsdóttir Stefaniková 100,291 stig

2.Drífa Ríkharðsdóttir 91,810 stig

3.Kristrún Ingunn Sveinsdóttir 85,504 stig

Lucie Martinsdóttir.
Lucie Martinsdóttir. mbl.is/Óttar Geirsson

Í karlaflokki

1. Friðbjörn Bragi Hlynsson 96,236 stig

2. Máni Freyr Helgason 92,449 stig

3. Hilmar Símonarson 86,839

Friðbjörn Bragi Hlynsson.
Friðbjörn Bragi Hlynsson. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert