Baldvin sló 44 ára Íslandsmet

Baldvin Þór í hlaupinu í dag.
Baldvin Þór í hlaupinu í dag. mbl.is/Óttar

Baldvin Þór Magnússon sló í dag 44 ára gamalt Íslandsmet í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna sem var að ljúka í Laugardalshöllinni.

Baldvin sigraði í 1.500 metra hlaupi karla, lokagrein mótsins, á 3:41,05 mínútum og bætti metið sem Jón Diðriksson setti árið 1980 þegar hann hljóp vegalengdina á 3:45,6 mínútum.

Hlynur Andrésson telst þó hafa jafnað met Jóns árið 2019 þegar hann hljóp á 3:45,97 mínútum

Baldvin er þar með orðinn handhafi fjögurra Íslandsmeta innanhúss en hann á einnig metin í 3.000 metra og 5.000 metra hlaupum, sem og í míluhlaupi innanhúss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert