Miklu skemmtilegra að slá met á Íslandi

Baldvin Þór Magnússon í Laugardalshöllinni í gær.
Baldvin Þór Magnússon í Laugardalshöllinni í gær. mbl.is/Óttar Geirsson

„Það er miklu skemmtilegra að slá Íslandsmet á Íslandi. Það er miklu meira partí í kringum það,“ sagði Baldvin Þór Magnússon kampakátur við Morgunblaðið eftir að hafa sett Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi innanhúss á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöllinni í gær.

„Erlendis er það rétt tekið fram að þetta sé landsmet en hér heima eru þetta myndatökur og allir vilja tala við mann. Þetta er miklu meiri stemning,“ sagði Baldvin sem bætti 44 ára gamalt Íslandsmet Jóns Diðrikssonar  um rúmlega  fjórar sekúndur og vann greinina á 3:41,05 mínútum eftir harða keppni við Norðmanninn Håkon Berg Moe.

Baldvin hefur slegið fjölmörg Íslandsmet í hlaupagreinum á undanförnum árum en hingað til hefur hann sett þau öll á mótum erlendis.

Nánar er rætt við Baldvin í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert