Veiðin fyrir 30 árum síðan

Ég hitti ungan veiðimann fyrir nokkrum dögum og sá spurði mig hvort ég vissi hvernig veiðin hafi verið í gamla daga.

Þegar ég var búinn að jafna mig á þeirri staðreynd að í augum þessa veiðimanns var ég einn af þeim sem var uppi í "gamla daga" spurði ég hann hversu langt aftur hann vildi að ég athugaði.  Þá bað hann mig um að athuga hvernig veiðin var þegar ég var jafn gamall honum.  Árið er 1982, ég er 10 ára og þetta var veiðin í toppánum.

Elliðaár                  1219 laxar

Laxá í Kjós             927 laxar

Grímsá                  717 laxar

Norðurá                 1455 laxar

Langá                    1090 laxar

Hrútafjarðará          45 laxar

Miðfjarðará             926 laxar

Víðidalsá                1132 laxar

Laxá í Ásum           1036 laxar

Blanda                   861 lax

Laxá í Aðaldal         1304 laxar

Selá                       168 laxar (nei, það vantar ekki tölu)

Hofsá                     141 lax

Sogið                     343 laxar

Eins og sjá má hafa alveg komið léleg ár í sumar árnar og árið 1982 var eitt af þeim.  EN eftir öldudal slæmra ára koma alltaf góð ár.  Árið í ár er vissulega lélegt víða en viðunandi annars staðar.  En eins og sjá má á þessum lista hefur verið allt annað en líflegt við Selá, Hrútu og Hofsá á því annars ágæta ári 1982.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert