Nýr laxastigi í Selá skilar árangri

Veitt við Selá í Vopnafirði
Veitt við Selá í Vopnafirði Morgunblaðið/Einar Falur

Það er vel þekkt í ám þar sem laxastigar hafa stækkað búsvæðin að seiðaframleiðsla eykst og þar af leiðandi sá fjöldi laxa sem gengur aftur í ána.

Þetta sást mjög vel þegar laxastigarnir voru settir í Langá á sínum tíma og nú síðast er þetta að skila góðum árangri í Selá í Vopnafirði. Þessi möguleiki, að stækka búsvæðin í ánum, er ennþá ónýttur í mörgum ám en gæti hæglega aukið seiðaframleiðsluna í ánum og þar af leiðandi gert árnar að betri kosti fyrir veiðimenn. Á vef veiðimálastofnunar var neðangreind frétt um laxastigann í Selá:

„Í ágúst 2010 var opnaður nýr fiskvegur í Selá í Vopnafirði. Hann er í sk. Efrifossi sem er í 28 km fjarlægð frá sjó en opnar víðáttumikil svæði til viðbótar fyrir lax. Teljari er í nýja fiskveginum og gengu um 90 laxar um hann á liðnu sumri. Teknir voru 11 laxar síðsumars 2012 sem gengið höfðu um fiskveginn og þeir merktir með merkjum sem gefa frá sér útvarpsbylgjur af ákveðinni tíðni fyrir hvern fisk. Þá er hægt að fylgjast með hverjum og einum þeirra úr flugvél. Fyrst var flogið til leitar 5. okt. og þá voru laxarnir tiltölulega hnappdreifðir við þá staði sem þeir voru merktir á en höfðu mjakast upp á við. Í flugferðum sem farnar voru 21. okt. og 15. nóv. höfðu laxarnir dreift vel úr sér og hrygning greinilega í algleymingi. Efsti fiskur var þá kominn um 9 km upp fyrir Efrifoss. Er þetta framar vonum hve fljótt laxinn nemur land, því í samskonar merkingu árið 2011 höfðu laxarnir ekki gengið nema um 4 km upp ána, en þá fundust raun tveir upp í hliðaránni Selsá sem einnig er nýr landnámsstaður.

Þess má einnig geta að rannsóknir fara fram árlega á því hvar seiði finnast á þessu svæði og verður athyglisvert að bera saman þær rannsóknir við dreifingu fullorðna laxins. Svæðið frá Efrifossi að hliðaránni Hrútá eru rúmlega 11 km en það var fyrsta markmið að laxinn dreifði sér þangað og styttist í að það verði að veruleika. Á þessu svæði eru góð búsvæði fyrir lax. Töluvert margir kílómetrar eru fiskgengir þar fyrir ofan en þau svæði eru lítt könnuð m.t.t. uppeldisskilyrða.“ Af vef Veiðimálastofnunar www.veidimal.is.

Landeigendur við nokkrar ár hafa á undanförnum árum skoðað möguleika á laxastigum í sínar ár til að fylgja eftir þessum árangri í Selá og það verður því fróðlegt að fylgjast með þessu verkefni til að sjá hversu miklu það munar fyrir árnar að fara í þessa framkvæmd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert